Vinur árásarmannsins handtekinn

AFP

Vinur Khamzat Azimov, árásarmannsins sem drap einn og særði fjóra í París gærkvöldi, var handtekinn í Strassborg í dag. Þetta herma heimildir franskra fjölmiðla.

Árásarmaðurinn ólst upp í Strassborg en hann er fæddur í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu.  Fjölmargir flóttamenn þaðan hafa sest að í Strassborg á undanförnum árum. 

mbl.is