Anwar látinn laus og fór beint á fund konungs

Malasíski stjórnmálamaðurinn Anwar Ibrahim var látinn laus í dag eftir að hafa fengið konunglega náðun í síðustu viku. Þykir þetta benda til þess að Anwar Ibrahim, sem hefur setið í fangelsi frá árinu 2015 fyrir samkynhneigð, verði næsti forsætisráðherra landsins.

Mahathir Mohamad sór embættiseið sem forsætisráðherra Malasíu eftir að kosningabandalag stjórnarandstöðuflokka, sem hann fór fyrir, vann óvæntan kosningasigur um helgina. Mahathir varð þar með elsti þjóðarleiðtogi heims en hann er 92 ára að aldri.

Anwar var útskrifaður af sjúkrahúsi í Kuala Lumpur en hann hafði dvalið þar eftir uppskurð á öxl. Hann sagt í fangelsi í þrjú ár af þeim fimm sem hann var dæmdur í en stuðningsmenn hans segja að sakirnar hafi verið lognar upp á hann til þess að eyðileggja stjórnmálaferil hans.

Fréttamenn segja að Anwar hafi brosað breitt og litið vel út þegar hann kom út af sjúkrahúsinu. Hann fór beint þaðan á fund konungs. 

Anwar Ibrahim var ákaft fagnað af stuðningsmönnum sínum þegar hann …
Anwar Ibrahim var ákaft fagnað af stuðningsmönnum sínum þegar hann gekk út af sjúkrahúsinu í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert