Danir draga herlið sitt til baka

Hermenn að störfum í Írak.
Hermenn að störfum í Írak. AFP

Dönsk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætluðu að senda herlið sitt heim frá Írak þar sem það hefur verið í bandalagi við Bandaríkjamenn og fleiri NATO-þjóðir að berjast gegn vígamönnum Ríkis íslams.

Í yfirlýsingu frá Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir að nú sé komið að þeim tímapunkti að hægt sé að draga sérsveitir danska hersins til baka þar sem Ríki íslams hafi ekki lengur völd á stórum svæðum í Írak.

Dönsku hersveitirnar hafa haft það hlutverk að þjálfa íraska hermenn. Stefnt er að því að allir danskir hermenn verði komnir frá Írak í haust.

Hermenn frá Danmörku voru sendir til Írak í ágúst árið 2016. Í samþykkt þingsins á þeim tíma kom fram að heimild væri til að senda um sextíu hermenn þangað.

Fyrstu dönsku hermennirnir komu þó til landsins í október 2014. 

Frétt danska ríkisútvarpsins um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert