15 þúsund eldingar á 4 tímum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Þrumur, eldingar og úrhelli hrellti hluta Bretlands í gærkvöldi en alls laust niður um 15 þúsund eldingum á fjórum klukkustundum í suðurhluta landsins.

Á Stansted flugvelli hafa orðið miklar seinkanir á flugferðum í morgun þar sem eldingu laust niður í flugvélaeldsneytiskerfi vallarins. Þar bíða hundruð farþega og óvíst hvort flugi þeirra verður aflýst eður ei.

Veðurstofa Bretlands hefur gefið út gula viðvörun vegna mikillar rigningar og flóða í Wales og stórum hluta Englands í dag.

Slökkvilið var kallað út í Stanway, Essex undir morgun en eldur kviknaði í þaki húss eftir að eldingu laust niður í þakið.

Sjá nánar á BBC

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert