Rússar fordæma sviðsetningu á morði

Arkady Babchenko, til hægri, ásamt Vasyl Grytsak, yfirmanni úkraínsku öryggislögreglunnar.
Arkady Babchenko, til hægri, ásamt Vasyl Grytsak, yfirmanni úkraínsku öryggislögreglunnar. AFP

Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur fordæmt sviðsetningu úkraínskra stjórnvalda á morði rússneska blaðamannsins Arkady Babchenko.

„Við erum ánægð með að rússneskur ríkisborgari sé á lífi,“ sagði í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu.

„Núna þegar hinar sönnu hvatir að baki þessari sviðsetningu eru að koma fram í dagsljósið, er ljóst að þetta er greinilega enn ein ögrunin í garð Rússa.“

Babchen­ko hef­ur lengi vel gagn­rýnt stjórn­völd í Kreml og bauð sig meðal ann­ars fram fyr­ir stjórn­ar­and­stöðuna í kosn­ing­um árið 2012, auk þess sem hann hef­ur gagn­rýnt aðgerðir Rússa í Sýr­landi og aust­ur­hluta Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert