Plastlaust Indland 2022

Forsætisráðherra Indlands hefur tilkynnt að notkun á einnota plasti verði útrýmt í landinu fyrir árið 2022. Loforð Narenda Modi er það metnaðarfyllsta sem gefið hefur verið út í tengslum við plastmengun á heimsvísu. Guardian greinir frá.

Aðgerðir Modi stefna að því að stórminnka plastnotkun í þessu hraðast vaxandi hagkerfi í heiminum, en í Indlandi býr 1,3 milljarður manna. „Ákvarðanirnar sem við tökum í dag munu skilgreina sameiginlega framtíð okkar,“ sagði Modi í ávarpi sínu á þriðjudag.

Modi sagði ákvarðanirnar ekki alltaf auðveldar, en með bættri árvekni, tækni og samvinnu á heimsvísu væri hægt að taka réttar ákvarðanir. Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi þjóða gripið til aðgerða til þess að sporna við plastmengun: Í Kenýa hafa einnota plastpokar verið bannaðir, frauðplast hefur verið bannað í Sri Lanka og Kína hefur tekið að nota niðurbrjótanlega poka.

Plastlaust Taj Mahal

Indland hefur einnig tilkynnt aðgerðir gegn plastmengun í sjó og áætlanir um mælingar á magni plasts sem fer í sjóinn á 7.500 kílómetralangri strandlengju landsins. Þá hefur landið einnig heitið því að gera 100 þjóðmerki plastlaus, þeirra á meðal Taj Majal.

Indverjar reyna að finna eitthvað nothæft í plastruslahaugi á degi …
Indverjar reyna að finna eitthvað nothæft í plastruslahaugi á degi umhverfisins, 5. júní. AFP
Taj Mahal verður plastlaust árið 2022.
Taj Mahal verður plastlaust árið 2022. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert