Vopnabúr sprakk í Írak

AFP

Sjö að minnsta kosti létust í dag þegar vopnabúr sprakk í loft upp í Bagdad, höfuðborg Íraks. Rannsókn er hafin á því hvað hafi valdið sprengingunni segir í frétt AFP.

Tuttugu og tveir urðu fyrir meiðslum þegar vopnabúrið sprakk. Þungavopn voru geymd í vopnabúrinu. Þar á meðal fallbyssukúlur og sprengjuvörpur.

Haft er eftir vitnum að miklar skemmdir hafi orðið á heimilum og öðrum byggingum í nágrenninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert