Setja frekari viðskiptabönn á Rússa

Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir að með aðgerðunum sé verið ...
Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir að með aðgerðunum sé verið að bregaðst við „illvirkjum“ sem vinni að því að „auka netárásahæfni Rússlands“. AFP

Bandarísk stjórnvöld hafa sett viðskiptabann á fimm rússnesk fyrirtæki og þrjá rússneska einstaklinga sem sagðir eru hafa aðstoðað rússnesku öryggislögregluna FSB við netárásir á Bandaríkin.

Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna,  segir að með aðgerðunum sé verið að bregaðst við „illvirkjum“ sem vinni að því að „auka netárásahæfni Rússlands“.

Þeim sem bannið nær til verður meinað að standa að nokkrum viðskiptagjörningum í Bandaríkjunum, en aðgerðirnar eru sagðar vera svar við meintum tölvuárásum Rússa á Bandaríkin.

BBC segir aðgerðirnar einnig fela það í sér að bandarískir ríkisborgarar megi ekki eiga í viðskiptum við fyrirtækin.

„Aðilarnir sem nefndir eru í dag hafa með beinum hætti unnið að því að auka hæfni Rússlands til netárása,“ sagði í yfirlýsingu Mnuchin sem kvað þá vinnu þeirra með FSB, rússnesku öryggislögreglunni, ógna öryggi Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.

Einstaklingarnir þrír sem bannið nær yfir eru þeir Aleksandr Tribun, Oleg Chirikov og Vladimir Kaganskiy, sem allir eru sagðir hafa tengsl við fyrirtækið Divetechnoservices, sem sérhæfir sig í að fylgjast með samskiptum um sæstrengi.

Nefndi Mnuchin NotPetya tölvuvírusinn og árásir á bandaríska raforkukerfið sem dæmi um „illviljaðar“ aðgerðir Rússa, en Hvíta húsið greindi frá því í febrúar á þessu árið að tölvuárás með NotPetya tölvuvírusnum  í júní í fyrra hefði valdið milljarða dollara tjóni Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu.

Bandaríkjaþing samþykkti á síðasta ári lög sem heimila refsiaðgerðir af þessu tagi, m.a. þær sem beinast gegn getu Rússa til að fylgjast með samskiptum um sæstrengi.

mbl.is
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...