Sýndi Kim myndband með þeim tveimur

„Mun þessi leiðtogi velja að koma þjóð sinni áfram og ...
„Mun þessi leiðtogi velja að koma þjóð sinni áfram og verða þar með hluti af nýjum heimi,“ segir Hollywoodlegur þulur sem les yfir myndaklippurnar. Skjáskot/YouTube

Donald Trump Bandaríkjaforseti sýndi Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, myndband á fundi þeirra í Singapúr í morgun. Myndbandið, sem vísar til leiðtogafundarins, er kynning í hasarmyndastíl með þeim Trump og Kim í aðalhlutverki.

„Mun þessi leiðtogi velja að koma þjóð sinni áfram og verða þar með hluti af nýjum heimi,“ segir Hollywoodlegur þulur sem les yfir myndaklippur frá Kóreuríkjunum og af þeim Trump og Kim.

„Mun hann velja að vera hetja þjóðar sinnar. Mun hann taka friðarhandtakið og njóta hagsældar ólíkri þeirri sem hann hefur áður kynnst, eða mun hann velja aukna einangrun?“ spyr þulurinn dramatískri röddu.


 

Trump sýndi blaðamönnum í Singapúr myndbandið að fundi þeirra Kim loknum og sagðist telja Kim hafa kunnað að meta það.

„Ég held að hann hafi kunnað að meta það,“ hefur Politico eftir Trump, sem kastaði fram þeirri hugmynd að strendur Norður-Kóreu, sem hann hefði hingað til aðeins séð á upptökum af eldflaugaskotum, myndu henda vel til fasteignauppbyggingar þegar viðskiptabannið hefði verið afnumið.

Politico segir fund þeirra Trump og Kim hafa minnt um margt mest á vísindaskáldskap. Öfgarnar hafi enda verið alls ráðandi, allt frá öfgafullu öryggiseftirliti sem m.a. lýstu sér í því að penni sem Kim átti að skrifa með á fundinum var rannsakaður af latex-hanskaklæddum öryggisverði áður en hann fékk hann í hendur, yfir í körfuboltaleikmanninn Dennis Rodman sem hélt vart aftur af tárunum að fundi loknum og svo áðurnefnt myndband.

Trump sagði blaðamönnum að hann teldi Kim hafa kunnað að ...
Trump sagði blaðamönnum að hann teldi Kim hafa kunnað að meta myndbandið. Skjáskot/YouTube

„Við létum búa að það til og ég vona að ykkur hafi líkað það. Mér fannst það vera gott,“ hefur Washington Post eftir Trump. „Mér fannst það nógu áhugavert til að sýna eitt á ensku og annað á kóresku. Ég sýndi honum það í dag í lok fundarins og ég held að hann hafi haft gaman af.“

Sagði forsetinn átta fulltrúa Norður-Kóreu hafa horft saman á myndbandið á spjaldtölvu. „Mér fannst þeir vera heillaðir af því og mér fannst það vera vel gert. Ég sýndi ykkur það af því að þetta gæti vel verið framtíðin,“ bætti hann við.

„Hinn kosturinn er ekki mjög góður. Alls ekki mjög góður, en ég kom af því að ég vil virkilega að hann geri eitthvað.“

Myndbandið hefur vakið nokkra athygli fjölmiðla og fékk fréttavefur Guardian m.a. einn kvikmyndagagnrýnenda sinna til að taka út myndbandið.  Sá virtist vera lítt hrifinn af útkomunni. „Það er verið að selja okkur spennandi hasarmynd þar sem góðu gæjarnir (Bandaríkin) sannfæra vondu gæjana (Norður-Kóreu) um að skipta um lið,“ sagði gagnrýnandinn og sagði útkomuna einkennilega bragðdaufa.

mbl.is
Fimm herbergja íbúð í Þingholtunum
Fimm herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 295 þúsund. Íbúðin leigist rey...
Volvo V40 til sölu
2012 Ekinn 85000 km Vél 150 HP Diesel (Stærri vélin) Sjálfsskiptur Nánari lý...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eftir cirka 4-5 vikur ) annars 3290.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...