Mannfall í sprengingu

Abiy Ahmed er forsætisráðherra Eþíópíu.
Abiy Ahmed er forsætisráðherra Eþíópíu. AFP

Abiy Ahmed, nýr forsætisráðherra Eþíópíu, segir að nokkrir hafi fallið í sprengingu sem varð á útifundi í morgun þar sem hann hélt ræðu í Addis Ababa. Hann segir að sprengingin hafi verið tilraun andstæðinga sinna til að sundra þjóðinni.

Ahmed var fluttur af vettvangi í skyndingu en tugþúsundir manna sóttu samkomuna. Talið er að um handsprengju hafi verið að ræða.

Ahmed varð forsætisráðherra er Hailemariam Desalegn sagði óvænt af sér í febrúar. Hann er fyrsti leiðtogi landsins sem tilheyrir Oromo-þjóðinni sem hefur í nær þrjá áratugi mótmælt ríkjandi stjórnvöldum. 

mbl.is
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Skúffa / skófla á traktor
Skófla á þrítengi 140cm. Bakhlið fylgir sem gerir hana að fyrirtaks skúffu. Þe...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...