Seehofer hyggst segja af sér

Horst Seehofer mun láta af embætti innanríkisráðherra Þýskalands samkvæmt heimildum ...
Horst Seehofer mun láta af embætti innanríkisráðherra Þýskalands samkvæmt heimildum AFP. AFP

Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, hyggst segja af sér, bæði sem ráðherra og sem leiðtogi CSU, flokks kristilegra demókrata í Bæjaralandi, í kjölfar deilna hans við Angelu Merkel Þýsklandskanslara um innflytjendamál. 

Þetta hefur AFP-fréttaveitan eftir heimildarmönnum. 

Fólksflutningar hælisleitenda innan sambandsins hafa verið eitur í beinum Seehofer og ágreiningur milli hans og Merkel um þá höfðu nýlega telft framtíð ríkisstjórnar hennar í tvísýnu.

Seehofer hafði gefið Merkel frest til 1. júlí til þess að marka stefnu í málinu ásamt öðrum Evrópuleiðtogum en annars sagst munu fara þvert á stefnu hennar og vísa burt innflytjendum sem skráðir hafa verið hjá öðrum Evrópuríkjum við þýsku landamærin.

Greint var frá því í gær, að Merkel hefði lagt fram hug­mynd­ir um aðgerðir til að tak­marka flæði flótta­manna til lands­ins. Þetta kom fram í skjali sem ætlað er sam­starfs­flokk­um henn­ar í rík­is­stjórn. Lagt er til að hæl­is­leit­end­ur sem koma til Þýska­lands eft­ir að hafa fyrst verið skráðir í öðru ríki verði færðir til lokaðra miðstöðva á borð við þeirra sem samið var um á leiðtoga­fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
Toyota LandCruiser 90 VX 1998
Sjálfskiptur, 3,4 lítra V6 bensínvél. Vel viðhaldið, skoðaður 2019. Ekinn 231 þú...