Mannfall eftir deilur um landsvæði

Frá Oaxaca.
Frá Oaxaca. AFP

Þrettán létust og eins er saknað eftir að átök brutust út vegna deilna milli tveggja hópa um landsvæði í Oaxaca-fylki í suðurhluta Mexíkó í gær.

Átökin brutust út eftir að annar hópurinn fór inn á svæði sem hinn hópurinn telur sig eiga tilkall til, eftir því sem saksóknari greinir frá. 

Ráðist var á fólkið en tvö þeirra sem létust í átökunum eru konur. Fjöldi lögregluþjóna var sendur á vettvang í kjölfar átakanna.

Oaxaca er eitt fátækasta fylki Mexíkó. Í frétt AFP kemur fram að deilur vegna eignarréttar um landsvæði séu tíð í fylkinu. Hóparnir sem lentu saman í gær hafa staðið í deilum síðan á áttunda áratug síðustu aldar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert