Með týnda linsu í auganu í 28 ár

Linsan var heilleg eftir 28 ára vist í auga konunnar.
Linsan var heilleg eftir 28 ára vist í auga konunnar. Ljósmynd/BMJ

Kona nokkur á Írlandi losnaði nýlega við augnlinsu sem búin var að sitja föst í auga hennar í 28 ár. Konan fékk badminton fjaðurbolta í augað þegar hún var 14 ára, að því er BBC greinir frá, og talið var að linsan hefði dottið út við höggið.

Það var hins vegar nýlega sem læknar í Dundee fundu linsuna eftir að konan, sem nú er orðin 42 ára, kvartaði yfir bólgu fyrir ofan augnsvæðið. Þá fannst linsan föst í blöðru sem bólgnað hafði upp eftir rúman aldarfjórðung.

Greint er frá málinu í læknatímaritinu BMJ, en MRI-skönnun á Ninewells-sjúkrahúsinu sýndi egglaga blöðru fyrir ofan annað auga, sem við fyrstu sýn virtist vera tóm. Þegar skurðlæknar fjarlægðu hins vegar blöðruna rofnaði hún og linsan kom í ljós.

„Þegar farið var að leita svara mundi móðir sjúklingsins eftir að hún hafði fengið meiðsl á auga sem barn,“ segir í grein læknanna Sirjhun Patel, Lai-Ling Tan og Helen Murgatroyd. „Sjúklingurinn fékk fjaðurbolta í auga við tennisleik þegar hún var 14 ára. Hún var þá með linsu í auga sem aldrei fannst. Talið var að linsan hefði dottið út og týnst.“

Konan hefði fengið bólgu í augað í kjölfarið, en bólgueyðandi meðferð heimilislæknis hennar hefði virkað. Konan hefur hins vegar aldrei notað linsur eftir þetta.

Sagði í greininni að vísindamönnunum væri ekki kunnugt um nema fjögur sambærileg tilvik, en þetta væri þó lengsti tími sem vitað væri til að linsa hefði verið föst í auga.

mbl.is
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...