Karlar ekki velkomnir

„Þessi hátíð er nauðsynleg vegna alls þess sem gerðist á hátíðum í fyrra,“ segir Matilda Hagerman þar sem hún stendur í röð fyrir utan tónlistarhátíðina Statement Festival sem hófst í Gautaborg í gær og lýkur í kvöld.

Hátíðin er sett til höfuðs kynferðislegu ofbeldi sem tröllreið stærstu tónlistarhátíð Svíþjóðar, Bravalla Festival, í fyrra. Lögreglan rannsakaði fjórar nauðganir og 23 kynferðisbrot á þeirri hátíð og í kjölfar hennar var ákveðið að blása til karlmannslausrar hátíðar í ár. Aðeins konur og trans-fólk fær að koma á hátíðina. Bravalla-hátíðin var aftur á móti ekki haldin í ár. 

Fjölmargar konur lögðu leið sína á hátíðina og flestir þeirra sem spila á hátíðinni eru konur.

mbl.is