Harma mistök sem gerð voru í Jemen

AFP

Hernaðarbandalag undir stjórn Sádi-Araba hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar loftárás var gerð á rútu í Saada-héraði í Jemen í síðasta mánuði. Mistökin kostuðu 40 börn lífið. Bandalagið baðst í gær afsökunar á þessum mistökum.

AFP

Í tilkynningu frá hernaðarbandalaginu í gær kemur fram að þeim sem beri ábyrgð á þessum mistökum verði gert að sæta ábyrgð. Árásin var gerð á markað í héraðinu 9. ágúst. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina segir í tilkynningu að árásinni hafi verið beint að leiðtoga húta á svæðinu.

Börnin borin til grafar eftir mistökin.
Börnin borin til grafar eftir mistökin. AFP

Í síðustu viku neitaði hernaðarbandalagið niðurstöðu rannsóknar Sameinuðu þjóðanna um að stríðsglæpir hefðu væntanlega verið framdir af hálfu allra fylkinga í Jemen. Fyrir tveimur vikum létust að minnsta kosti 22 börn í loftárásum á hafnarborgina Hudaydah í suðurhluta landsins. 

AFP
AFP
mbl.is
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
CASE 580 G Grafa til sölu
Case 580G til sölu á vægu verði 790þús.+vsk ...Ný dekk og mikið endurnýjað af s...