Segir getnaðarvarnir óþarfar

John Magufuli, forseti Tansaníu.
John Magufuli, forseti Tansaníu. AFP

Forseti Tansaníu, John Magufuli, segir að fólk sem notar getnaðarvarnir sé latt og að þeir sem hvetji til þess að fólk noti verjur gefi slæm ráð. Kvenréttindahópar hafa gagnrýnt málflutning forsetans harðlega.

„Þið eruð duglegt fólk og gefið börnum ykkar mat. Af hverju ættuð þið að nota getnaðarvarnir? Ég sé ekki að fólk í landinu hafi þörf fyrir þær,“ sagði forsetinn á fjöldafundi í borginni Meatu í Tansaníu.

Hann bætti því við að fólk sem notaði verjur gerði það vegna þess að það vildi ekki vinna og þurfa að sjá fyrir stórri fjölskyldu.

Judy Gitau, svæðisstjóri hjá góðgerðarsamtökunum Equality Now í Afríku, sagðist búast við því að líklega væri stefnubreytinga að vænta í kjölfar orða forsetans.

„Við munum sjá konur eignast börn sem þær munu ekki geta séð fyrir,“ sagði Gitau en konur í Tansaníu eignast að meðaltali fimm börn.

Aðferðasinninn Petrider Paul sagði að orð forsetans myndu enn frekar grafa undan rétti kvenna til að ákveða sjálfar hvort eða hvenær þær vilja eignast börn.

„Karlmaðurinn ræður öllu sem tengist getnaðarvörnum í Tansaníu. Konur þurfa samþykki karlanna. Margir karlar munu eflaust benda á orð forsetans; að það eigi að fjölga börnum og spyrja hvers vegna þeir ættu að nota getnaðarvarnir,“ sagði Paul.

mbl.is
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Járnsmiðja - vantar mann
Vantar vandvirkan og góðan járnsmið sem getur unnið sjálfstætt. Íslenskumælandi....
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...