Vilja flengja óþekka nemendur

Nemendur í skólanum eru á aldrinum fimm til 15 ára.
Nemendur í skólanum eru á aldrinum fimm til 15 ára. Ljósmynd/CBS

Skóli í Georgíu í Bandaríkjunum hefur óskað eftir leyfi foreldra fyrir því að hægt verði að flengja nemendur með spýtu í refsingarskyni. Yrði það eingöngu gert við þriðja brot nemenda.

Þeim nemendum sem ekki má flengja verður tímabundið vikið úr skólanum í staðinn. Georgía er eitt 20 ríkja í Bandaríkjunum þar sem líkamleg refsing í skólum er leyfð.

„Það ríkir mikill agi í okkar skóla,“ sagði Jody Boulineau skólastjóri við fjölmiðla vestanhafs.

„Hér áður fyrr þótti líkamleg refsing eðlileg í skólum og enginn sá neitt athugavert við hana,“ bætti hann við.

Í bréfi sem foreldrar fengu sent kemur fram að við þriðju refsingu verði farið með nemandann inn á skrifstofu. „Nemandinn á þar að láta hendur á hnén og verður flengdur með spýtu,“ segir í bréfinu. Þar kemur enn fremur fram að höggin verði ekki fleiri en þrjú.

Nemendur í skólanum eru á aldrinum fimm til 15 ára. Samkvæmt skólayfirvöldum hafa um það bil 100 foreldrar skilað bréfinu og hefur þriðjungur þeirra samþykkt beiðnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert