Sér eftir að hafa komið á fundinum í Trump-turni

Trump-turninn í New York. Goldstone segir að þegar hann horfi ...
Trump-turninn í New York. Goldstone segir að þegar hann horfi í baksýnisspegilinn hefði hann aldrei átt að koma á fundinum í Trump-turninum. Mynd úr safni. AFP

Rob Goldstone, maðurinn sem skipulagði fund með rússneskum lögfræðingi í Trump-turninum í júní 2016, segist sjá eftir að hafa gert það.

Starfsmenn kosningateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta funduðu í júní 2016 með lögfræðingnum Natalia Veselnitskaya í því skyni að grafa upp óhróður um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump.

Goldstone, sem er breskur kynningastjóri, sagði BBC að upplýsingarnar sem þar komu fram hefðu verið „mjög almennar“ og að sér hefði þótt þetta vandræðalegt.

Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar FBI, skoðar nú meint tengsl rússneskra ráðamanna og kosningateymis Trumps. Sjálfur hefur Trump neitað að því að slík tengsl hafi verið fyrir hendi og segir rannsóknina „nornaveiðar“.

Goldstone var kynningastjóri söngvarans Emin Agalarov, sem er ættaður frá Rússlandi og Aserbaídsjan, er hann sendi tölvupóstinn til kosningateymisins. „Það sem gerðist var að umbjóðandi minn í Rússlandi hafði samband og sagði mér að lögfræðingur byggi yfir upplýsingum um ólöglega fjárstyrki Rússa til demókrata sem mögulega gætu bendlað Hillary Clinton við glæp,“ sagði Goldstone.

Sonur Trump, Donald Trump Jr, svaraði póstinum. „Ef þetta er það sem þú segir, þá er ég hrifinn,“ stóð í svari hans.

Áhugasamari um tengsl Trump og Agalarov en fundinn

Goldstone segir Veselnitskaya hafa veitt upplýsingar, en að þær hafi verið mjög „almennur óhróður“ og sér hafi fundist þetta vandræðalegt. Erfitt væri að trúa því að fundurinn sjálfur hafi verið sönnun um samráð milli teymis Trumps og Rússa.

Hann sjái engu að síður eftir því að hafa komið fundinum á. „Eftir allt það sem ég hef lært undanfarna 12 mánuði, þá myndi ég skrifa póstinn, lesa hann og svo segja nei, nei, nei og svo eyða honum,“ sagði Goldstone.

Goldstone hefur fundað með starfsmönnum Muellers sem spurðu hann út í fundinn. Hann segir þá þó hafa verið áhugasamari um tengsl Donald Trumps og Agalarov-fjölskyldunnar og svo tengsl Agalarov-fjölskyldunnar við rússneska ráðamenn, en Aris Agalarov er rússneskur fasteignajöfur sem Trump átti í viðskiptum við.

mbl.is
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...