Þrjú sakfelld fyrir nýnasisma

Claudia Patatas og Adam Thomas.
Claudia Patatas og Adam Thomas. Ljósmynd/Breska lögreglan

Dómstóll í borginni Birmingham í Bretlandi hefur sakfellt þrjá einstaklinga fyrir þá sök að vera liðsmenn í bönnuðum hryðjuverkasamtökum sem kallast National Action.

Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að þar á meðal sé par, Adam Thomas, 22 ára, og Claudia Patatas, 38 ára, sem hafi gefið syni sínum millinafnið Adolf vegna aðdáunar sinnar á nasistaforingjanum Adolf Hitler, auk hins 27 ára Daniel Bogunovic.

Dómur verður kveðinn upp yfir fólkinu 14. desember. Patatas er laus gegn tryggingu en þeir Thomas og Bogunovic eru áfram í haldi lögreglunnar. Lögreglan lagði hald á ýmsa muni í eigu fólksins tengda nasisma, svo sem hakakrossa auk vopna.

Myndir voru sýndar í dómsalnum til þess að sýna fram á sekt fólksins. Meðal annars af Thomas klæddum í búning Ku Klux Klan-samtakanna bandarísku þar sem hann hélt á barni sínu. Thomas sagði þetta aðeins hafa verið leikaraskap en sagðist vera rasisti.

Nýnasistasamtökin National Action voru stofnuð 2013 og bönnuð þremur árum síðar eftir að þau fögnuðu morðinu á Jo Cox, þingmanni Verkamannaflokksins.

mbl.is
Hreinsa þakrennur o.fl
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Til sölu Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 51 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, leðurklæd...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...