Kveiktu í tveimur lögreglubifreiðum

Óeirðalögregla beitti öflugum vatnsbyssum til þess að dreifa mótmælendum í Brussel, höfuðbirg Belgíu, í dag. Mótmælendurnir, sem klæðast gulum vestum, hentu grjóti í lögregluna og kveiktu í tveimur lögreglubifreiðum.

Fram kemur í frétt AFP að um 300 manns hafi tekið þátt í mótmælunum í nágrenni höfuðstöðva Evrópusambandsins, en mótmælendur klæddir gulum vestum hafa áður skipulag mótmæli víða í Frakklandi gegn hækkunum á eldsneytissköttum.

Mörg mótmælanna hafa snúist upp í ofbeldi og það sama gerðist í Brussel í dag. Kveikt var í lögreglubifreiðunum í kjölfar þess að lögreglan beitti vatnsbyssunum. Tugir mótmælenda voru handteknir vopnaðir dúkahnífum, reyksprengjum og táragasbrúsum. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert