Ísland bar á góma í umdeildri færslu

Feðgarnir Benjamin og Yair Netanyahu.
Feðgarnir Benjamin og Yair Netanyahu.

Ísland bar á góma í mjög umdeildri Facebook-færslu sem Yair Netanyahu, sonur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, skrifaði á fimmtudag.

„Það verður ekki friður hérna fyrr en: 1. Allir gyðingar hafa yfirgefið Ísrael. 2. Allir múslimar yfirgefa Ísrael. Ég vona að það verði hið síðarnefnda,“ skrifaði Yair Netanyahu á Facebook á fimmtudag. Bætti hann við að á Íslandi og Japan væru ekki hryðjuverkaárásir vegna fæðar múslima í ríkjunum tveimur.

Fjallað er um málið á vef Russia Today og segir þar að margir hafi lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum með skrif Yair, sem brást við gagnrýninni í gær og spurði hvers vegna sama fólk og kallað hefur eftir því að ísraelskir landnemar yfirgefi byggðir sínar, til þess að greiða fyrir stofnun palestínsks ríkis án gyðinga, hafi brugðist svo illa við skrifum hans.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Yair, sem er 27 ára, lendir á milli tannanna á fólki. Í maí birti hann mynd á Instagram með niðrandi ummælum um Tyrkland eftir deilur milli Ísraels og Tyrklands. Þá hafa birst af honum upptökur að ræða kaup á strippurum og að biðja um lán frá félaga sínum þar sem hann vísaði til þess að faðir hans hefði gert gassamning sem fjölskylda vinarins átti að hafa hagnast á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Óska eftir íbúð til leigu.
Óska eftir lítilli íbúð til leigu (25fm+) allt frá stúdíó til 2 herbergja íbúð. ...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...