Aldrei fleiri skotnir til bana í Svíþjóð

Sænska lögreglan við eftirlit. Mynd úr safni.
Sænska lögreglan við eftirlit. Mynd úr safni. AFP

Aldrei hafa fleiri verið drepnir með skotvopnum í Svíþjóð en á þessu ári, 44 hafa látist af völdum skotvopna það sem af er árinu. Er það verulega mikil aukning  á sjö ára tímabili að því er sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá.

Þróunin er sögð hafa verið upp á við frá árinu 2011 er BRÅ, sérstakt forvarnaráð gegn glæpum, tók að skrá sérstaklega ástæður dauðsfalla. Það ár létust 17 af völdum skotvopna, en í ár voru þeir líkt og áður sagði 44 sem samsvarar 159% aukningu á þessu sjö ára tímabili. Sé eingöngu horft til ársins 2018 og ársins þar á undan nemur fjölgunin 10%.

Sú breyting hefur hins vegar orðið á þróuninni að sögn lögreglu að fleiri slíkir atburðir eiga sér nú stað í minni byggðum en áður, m.a. í Uppsölum og Eskilstuna.

„Þetta hefur verið virkilega erfitt ár hvað varðar fjölda skotárása og morða á stuttum tíma,“ hefur SVT eftir Gunnar Appelgren, sérfræðingi hjá lögreglunni í Stokkhólmi í málefnum glæpagengja.

Þó að dauðsföllum af völdum skotvopna hafi fjölgað þá hefur skotárásum fækkað og var tilkynnt um 300 slíkar í Svíþjóð á síðasta ári. Lögreglan hefur þá einnig lagt meiri áherslu á baráttuna gegn skotvopnum sl. ár og hefur til að mynda lagt hald á 800 skotvopn það sem af er ári og þá hafa 299 einstaklingar verið handteknir vegna gruns um gróf eða alvarleg brot á vopnalögum. Árið 2017 voru 58 handteknir vegna sambærilegra brota.

Sænska lögreglan telur þessar breyttu áherslur m.a. hafa leitt til þess að það tókst að kæfa deilur milli tveggja glæpagengja í Rinkeby.

Appelgren segir þó langt í land enn þar til ljóst verði hvort takist hafi að snúa þróuninni við. „Það er of snemmt að fagna,“ segir hann. „Það verður fyrst eftir 3-5 ár sem það kemur í ljós hvort takist hafi að sigrast á þessari þróun.“

Sænska Metro blaðið segir sænsk ungmenni á aldrinum 15-29 ára vera þann hóp sem hvað líklegastur er til að verða fyrir skotárás, samkvæmt rannsókn sem gerð var í 13 Evrópuríkjum.

mbl.is
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Kommóða
Til sölu 3ja skúffu kommoða,ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000.. ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...