Eignaðist hund sem hann bjargaði

Kafarinn syndir með hvolpinn í land.
Kafarinn syndir með hvolpinn í land. Mynd/Skjáskot af vef BBC

Kafari sem starfar hjá tyrknesku lögreglunni bjargaði hvolpi sem var fastur á frosnu vatni á dögunum. Hvolpurinn var fastur um 150 metra frá bakkanum og því erfitt að ná til hans.

Kafarinn sýndi hetjudáð með því að synda til hvolpsins og koma honum til bjargar, að sögn BBC

„Við vorum vonlítil þegar við sáum að hún var komin út á vatnið. Við bjuggumst ekki við því að hún myndi lifa af,“ sagði kafarinn Okten.

„Dýralæknarnir okkar sinntu henni vel og það varð kraftaverk. Hún vaknaði til lífsins.“

Okten lét sér ekki nægja að bjarga hvolpinum heldur fékk hann að eignast hann líka. Hvolpinn kallar hann Buz sem er tyrkneska orðið yfir „ís“.

mbl.is