Fjórir látnir eftir gassprengingu í París

Miklar skemmdir urðu í sprengingunni líkt og þessi loftmynd ber …
Miklar skemmdir urðu í sprengingunni líkt og þessi loftmynd ber með sér. AFP

Tala lát­inna eft­ir gasspreng­ingu í baka­ríi í miðborg Par­ís­ar í morg­un er nú komin upp í fjóra, eftir að lík einnar konu til viðbótar fannst í rústunum. Greint var frá því í gær að spænsk kona og tveir slökkviliðsmenn hefðu látið lífið í sprengingunni í Hubert-bakaríinu, sem er í nágrenni óperuhúss Parísarborgar.

Tugir til viðbótar særðust í sprengingunni, sem olli skemmdum á húsum í nærliggjandi götum og segir BBC 150 íbúum í hverfinu hafa verið fundin bráðabirgðagisting vegna skemmdanna.

Slökkviliðsmaður aðstoðar konu við að komast á brott eftir sprenginguna. …
Slökkviliðsmaður aðstoðar konu við að komast á brott eftir sprenginguna. Miklar skemmdir eru á húsum í nágrenninu og var 150 manns fundin bráðabirgðagisting. AFP

Talið er að gasleki hafi valdið sprengingunni, þó að lögregla segi enn ekki búið að útiloka aðrar skýringar.

30 slökkviliðsmenn tóku þátt í leitinni að konu sem tilkynnt hafði verið að væri saknað. Ekki er þó enn búið að staðfesta að líkið sem fannst sé af þeirri konu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert