Singh dæmdur í lífstíðarfangelsi

Ram Rahim Singh mun sitja inni til æviloka.
Ram Rahim Singh mun sitja inni til æviloka. AFP

Indverski trúarleiðtoginn Ram Rahim Singh hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðs á blaðamanni sem kom upp um nauðganir Singh gagnvart fylgjendum sínum. Hann var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að nauðga tveimur konum og situr inni.

Blaðamaðurinn Ram Chander Chhatrapati var myrtur eftir að hann greindi frá málinu. Þrír menn til viðbótar voru einnig dæmdir í lífstíðarfangelsi.

Chhatrapati birti nafnlaust bréf í dagblaðinu Poora Sach árið 2002 þar sem Singh var sakaður um að hafa nauðgað bréfritara ít­rekað og nokkr­um öðrum kon­um í söfnuðinum.

Sonur hins myrta blaðamanns sagði í viðtal fyrir tólf árum að kollegar hans í blaðamannastéttinni hefðu varað hann við því að birta bréfið vegna þess að hann ætti á hættu að verða skotinn vegna þess.

Chhatrapati var myrtur mánuði eftir að bréfið birtist í dagblaðinu.

Miðlæg rann­sókn­ar­deild lög­reglu hóf rann­sókn í kjöl­farið en það tók nokk­ur ár að hafa uppi á meint­um fórn­ar­lömbum. Það var ekki fyrr en árið 2007 sem tvær kon­ur stigu fram og lögðu fram kæru gegn trú­ar­leiðtog­an­um. 

mbl.is
Til sölu Skoda 110L árg 1976.
Bíllinn er nokkuð heillegur. Ýmislegt grams fylgir með, t.d. nýtt framstykki,...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
PALLHÝSI Travel Lite á Íslandi
Nú er besti tíminn til að panta, og fá húsið í maí. Einkaumboð fyrir TRAVEL L...
Múrverk, múrviðgerðir, flísalagnir, flotun ofl.
Getum bætt við okkur verkefnum í múrverki, múrviðgerðum, flísalögnum, flotun ofl...