Singh dæmdur í lífstíðarfangelsi

Ram Rahim Singh mun sitja inni til æviloka.
Ram Rahim Singh mun sitja inni til æviloka. AFP

Indverski trúarleiðtoginn Ram Rahim Singh hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðs á blaðamanni sem kom upp um nauðganir Singh gagnvart fylgjendum sínum. Hann var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að nauðga tveimur konum og situr inni.

Blaðamaðurinn Ram Chander Chhatrapati var myrtur eftir að hann greindi frá málinu. Þrír menn til viðbótar voru einnig dæmdir í lífstíðarfangelsi.

Chhatrapati birti nafnlaust bréf í dagblaðinu Poora Sach árið 2002 þar sem Singh var sakaður um að hafa nauðgað bréfritara ít­rekað og nokkr­um öðrum kon­um í söfnuðinum.

Sonur hins myrta blaðamanns sagði í viðtal fyrir tólf árum að kollegar hans í blaðamannastéttinni hefðu varað hann við því að birta bréfið vegna þess að hann ætti á hættu að verða skotinn vegna þess.

Chhatrapati var myrtur mánuði eftir að bréfið birtist í dagblaðinu.

Miðlæg rann­sókn­ar­deild lög­reglu hóf rann­sókn í kjöl­farið en það tók nokk­ur ár að hafa uppi á meint­um fórn­ar­lömbum. Það var ekki fyrr en árið 2007 sem tvær kon­ur stigu fram og lögðu fram kæru gegn trú­ar­leiðtog­an­um. 

mbl.is