Catherine Deneuve selur fötin sín

Franska leikkonan Catherine Deneuve ætlar að selja fatnað úr smiðju Yves Saint Laurent á uppboði í París í vikunni en um er að ræða fatnað sem hann hannaði fyrir Deneuve en þau voru miklir vinir.

Yves Saint-Laurent og Catherine Deneuve.
Yves Saint-Laurent og Catherine Deneuve. AFP

Deneuve, sem er 75 ára gömul, er að selja fötin vegna þess að hún hefur selt húsið sitt í Norður-Frakklandi og hefur því ekkert rými lengur fyrir fötin.

AFP

Hún segir að fötin séu hönnuð af svo hæfileikaríkum manni sem hafði aðeins þann tilgang með vinnu sinni að gera konur enn fallegri. Það eru uppboðshúsið Christie's sem annast söluna en uppboðið verður haldið 24. janúar. Meðal annars verða kápur, dragtir, kjólar og fylgihlutir til sölu. Margir þeirra voru sérstaklega hannaðir fyrir Deneuve.

Pierre Berge, Yves Saint Laurent og Catherine Deneuve.
Pierre Berge, Yves Saint Laurent og Catherine Deneuve. AFP

Eitt af því sem boðið verður upp er kvöldkjóll frá árinu 1969 en hún klæddist honum þegar hún átti fund með leikstjóranum Alfred Hitchcock það sama ár.  Annar kjóll hefur einnig vakið athygli en hann er skreyttur bleikum strútsfjöðrum.

AFP

Deneuve var ein af bestu vinkonum Saint Laurent og sást oft í fylgd hans líkt og Grace prinsessa af Mónakó, Wallis Simpson og Paloma Picasso. Saint Laurent lést árið 2008 en þá höfðu þau Deneuve verið nánir vinir í 40 ár.

AFP
AFP
AFP
Fatnaður Yves Saint Laurent.
Fatnaður Yves Saint Laurent. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert