Enginn vildi kaupa verk eftir Hitler

Verk eftir Hitler sem átti að bjóða upp í gær …
Verk eftir Hitler sem átti að bjóða upp í gær vöktu litla lukku og ekki barst eitt boð í verkin. AFP

Enginn bauð í verkin fimm eftir Adolf Hitler sem til stóð að bjóða upp í þýsku borginni Nürn­berg í gær. Byrjunarverð verkanna var frá 19.000 upp í 45.000 evrur, eða sem nemur um 2,6 til 6,2 milljónum króna.

Uppboðið vakti litla hrifn­ingu þegar tilkynnt var að það stæði til og er borg­ar­stjór­inn í Nürn­berg, Ulrich Maly, einn þeirra sem hafa for­dæmt upp­boðið.

Meðal verka Hitlers sem voru á uppboðinu er mynd af fjalla­sýn. Þá átti einnig að bjóða upp ýmsa muni sem voru í eigu nasistaforingjans, meðal annars vasa og tágastól með hakakross á arminum.

Vasi og stóll sem talið er að hefðu verið í …
Vasi og stóll sem talið er að hefðu verið í eigu Adolfs Hitler og átti að bjóða upp á uppboði í Nürn­berg í gær. AFP

Bjóða átti upp mun fleiri verk en hætt var við að bjóða þau upp eft­ir að efa­semd­ir komu upp um að þau væru raun­veru­lega verk Hitlers. Lögreglan er með verkin í vörslu sinni og rannsakar málið.

mbl.is