Sektuð fyrir að mótmæla brottflutningi

Elin Ers­son kom í veg fyr­ir að af­gansk­ur hæl­is­leit­andi yrði ...
Elin Ers­son kom í veg fyr­ir að af­gansk­ur hæl­is­leit­andi yrði send­ur aft­ur til Af­gan­ist­an frá Svíþjóð með því að neita að setj­ast niður í flug­vél­inni sem átti að flytja mann­inn. Ljósmynd/Twitter

Elin Ersson, sænskur háskólanemi og aðgerðasinni, hefur nú verið sektuð um 3.000 sænskar krónur eða um tæpar 39.000 íslenskar krónur fyrir að reyna að hindra sænsk yfirvöld í að flytja afganskan hælisleitenda úr landi.

Ersson hafði bókað miða með flugvél sem hún taldi flytja afganska hælisleitandann og neitaði að taka þar sæti sitt nema hann yrði fluttur úr vélinni. Hann var ekki um borð, en annar Afgani sem verið var að vísa úr landi var um borð.  

BBC segir að báðir Afganarnir hafi nú verið fluttir úr landi, en Ersson var með beina útsendingu á Facebook frá mótmælum sínum um borð í tyrkneskri flugvél sem var á leið frá Gautaborg í Svíþjóð til Istanbúl.

Í myndbandinu segist Ersson vera ósammála þeirri stefnu sænskra stjórnvalda að senda til baka hælisleitendur sem synjað hafi verið um landvistarleyfi. „Ég mun ekki setjast þar til þessi einstaklingur fer úr flugvélinni af því að allar líkur eru á að hann verði drepinn,“ sagði hún.

Flugáhöfnin og aðrir farþegar sjást þá hvetja hana til að setjast niður og hætta að mynda.

Ersson var fyrir rest fjarlægð úr vélinni ásamt Afgananum og fylgdarliði hans.

Flestir þeirra sem tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum studdu aðgerðir Ersson, en nokkrir sökuðu hana þó um að gera þetta til að vekja athygli á sjálfri sér.

mbl.is
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
Skúffa / skófla á traktor
Skófla á þrítengi 140cm. Bakhlið fylgir sem gerir hana að fyrirtaks skúffu. Þe...