Öfuguggi lagðist á dýr

Ekki fór milli mála á upptökum öryggismyndavéla hvað maðurinn aðhafðist …
Ekki fór milli mála á upptökum öryggismyndavéla hvað maðurinn aðhafðist í hesthúsi klúbbsins í skjóli nætur. Ljósmynd/Reiðklúbbur Värmdö

Sænskir og norskir fjölmiðlar greina frá lítt hugnanlegu máli sem upp kom í Värmdö, skammt frá Stokkhólmi í Svíþjóð, aðfaranótt laugardags, en þá braust maður inn í húsnæði reiðklúbbs þar og svalaði óeðlilegum hvötum sínum á tveimur hestum í eigu klúbbsins. Virtist aðkomumaður ekki verða var öryggismyndavéla í húsnæðinu sem hafa gefið lögreglu skýra mynd af athöfnum hans.

„Þetta er hreint áfall. Ég fékk að sjá upptökuna og það fer ekkert milli mála hvað hann er að gera,“ segir Åsa Lindblom, formaður Värmdö Ridklubb, í samtali við sænska blaðið Aftonbladet í gær.

Tilgangur öryggismyndavélanna í hesthúsinu er ekki fyrst og fremst að taka upp afbrot sem þar eiga sér stað heldur að fylgjast með fylfullum hryssum og háttsemi þeirra áður en þær kasta folöldum sínum.

Ók í loftköstum á staðinn

Lindblom segist svo frá að eigandi klúbbsins hafi fengið boð í síma sinn aðfaranótt laugardags um að öryggismyndavél hafi greint hreyfingu í hesthúsinu, en ekki var þó folalda von um þetta leyti. „Eigandinn sá manninn á upptökunni lyfta tagli hestsins,“ segir Lindblom og segir svo frá því að eigandinn hafi þá ekið í loftköstum að húsnæði klúbbsins sem þá hafi verið mannlaust.

„Maður trúir bara ekki sínum eigin augum. Ég vona bara að lögreglunni takist að bera kennsl á manninn af myndunum,“ segir Lindblom að lokum.

Lögreglan hefur verið við vettvangsrannsóknir á svæðinu og virðist hrossunum ekki hafa orðið meint af ofbeldinu sem telst gróft brot gegn sænskum lögum um velferð dýra, djurskyddslagen eins og þau heita á sænsku.

Aftonbladet

Mitt

VG

Nettavisen

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert