Óvíst hvenær kosið verður í þriðja sinn

Forsætisráðherrann er sannarlega í erfiðri stöðu.
Forsætisráðherrann er sannarlega í erfiðri stöðu. AFP

Theresa May hefur tjáð þingmönnum breska þingsins að þriðja atkvæðagreiðsla um útgöngusamning úr Evrópusambandinu fari líklega ekki fram í næstu viku ef ekki er útlit fyrir að hann verði samþykktur.

Greint er frá málinu á vef BBC og berast fregnirnar í kjölfar þess að Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði útgöngu Breta úr sambandinu í höndum Breta. Leiðtogaráðið samþykkti í gær að fresta útgöngu Breta fram yfir 29. mars.

Verði samningurinn samþykktur á breska þinginu í næstu viku verður útgöngunni frestað til 22. maí, en að öðrum kosti hafa Bretar frest til 12. apríl til þess að leggja fram nýja áætlun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert