Óvíst hvenær kosið verður í þriðja sinn

Forsætisráðherrann er sannarlega í erfiðri stöðu.
Forsætisráðherrann er sannarlega í erfiðri stöðu. AFP

Theresa May hefur tjáð þingmönnum breska þingsins að þriðja atkvæðagreiðsla um útgöngusamning úr Evrópusambandinu fari líklega ekki fram í næstu viku ef ekki er útlit fyrir að hann verði samþykktur.

Greint er frá málinu á vef BBC og berast fregnirnar í kjölfar þess að Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði útgöngu Breta úr sambandinu í höndum Breta. Leiðtogaráðið samþykkti í gær að fresta útgöngu Breta fram yfir 29. mars.

Verði samningurinn samþykktur á breska þinginu í næstu viku verður útgöngunni frestað til 22. maí, en að öðrum kosti hafa Bretar frest til 12. apríl til þess að leggja fram nýja áætlun.

mbl.is
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor. Taka allt að 100mm greinar. Upp...
Lítið sumarhús
Til leigu lítið sumarhús 25km. frá Akureyri, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljóslei...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...