Segist saklaus af vændiskaupum

Robert Kraft í viðtali eftir að New England Patriots fagnaði ...
Robert Kraft í viðtali eftir að New England Patriots fagnaði sigri í Ofurskálarleiknum í febrúar. AFP

Robert Kraft, eigandi New England Patriots í bandarísku NFL-deildinni, hefur óskað eftir því að kviðdómendur eigi sæti í rétti í máli gegn honum en hann var ákærður í síðasta mánuði fyrir að hafa tvívegis keypt sér vændi á nuddstofu í Flórída.

Kraft, sem er 77 ára gamall, er einn 25 manna sem voru ákærðir fyrir vændiskaup. Meint kaup áttu sér stað í janúar í heimsóknum á nuddstofur í suðurhluta Flórída.

Kraft og aðrir ákærðir berjast gegn því að myndbönd, sem lögregla segir að sýni sakborninga stunda kynlíf með vændiskonum, verði gerð opinber.

Kraft hefur lýst því yfir að hann sé saklaus en í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér um síðustu helgi kom fram að hann bæðist afsökunar á málinu.

„Ég veit að ég hef sært og valdið fjölskyldu minni vonbrigðum. Einnig vinum mínum, samstarfsfólki, aðdáendum liðsins og fleirum,“ sagði Kraft í yfirlýsingu sem var birt á vefsíðu NFL-deildarinnar.

mbl.is
Volvo V-70 Tilboðsverð
Volvo V-70 station til sölu Árg.2013 Ekinn 113 þús Beinskiptur Skoðaður Brúnn ...
Skúffa / skófla á traktor
Skófla á þrítengi 140cm. Bakhlið fylgir sem gerir hana að fyrirtaks skúffu. Þe...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...