Fimmtíu flóttamenn drukkna við Túnis

Flóttamönnum bjargað úr skipi. Mynd úr safni.
Flóttamönnum bjargað úr skipi. Mynd úr safni. AFP

Að minnsta kosti fimmtíu létust þegar bát með um hátt í sjötíu flóttamönnum hvolfdi á Miðjarðarhafi við Túnis nýverið. 16 manns var bjargað í nærliggjandi fiskibáta samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum, en samkvæmt fréttamiðlum í Túnis drukknuðu allir sjötíu.

Báturinn sigldi frá strandborginni Zuwara í Líbýu á þriðjudaginn síðastliðinn. Báturinn er gerður út frá Ítalíu.  

Þrír björgunarbátar tóku þátt í leitinni auk þyrlu, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis. Ekki er vitað með vissu hversu margir voru um borð í bátnum en að sögn Sofiene Zaag talsmanni innanríkisráðuneytisins er talið að um 75 manns hafi verið um borð. 

Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, hefur hótað að loka höfnum landsins fyrir flóttamönnum. Hins vegar var fjölda flóttamanna bjargað úr sjó á Sikileyjum í dag. 

Siglingin yfir Miðjarðarhafið er sú hættulegasta, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Talið er að minnsta kosti einn af hverjum 14 hafi látist á síðasta ári á þessari leið frá Líbýu yfir til Evrópu.

Frétt BBC.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert