Hóta að sniðganga ríkið vegna fóstureyðingarlaga

Leikkonan Amy Schumer er á meðal þeirra sem skorar á ...
Leikkonan Amy Schumer er á meðal þeirra sem skorar á stjórrnvöld í Georgíu. AFP

Hátt í 50 þekktir Hollywoodleikarar skora á stjórnvöld í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum að samþykkja ekki fyrirhugaða fóstureyðingarlöggjöf sem hefur verið lögð fram. Einnig hóta þeir að starfa ekki í ríkinu ef hún nær fram að ganga. BBC greinir frá. 

Löggjöfin kveður á um að banna skuli fóstureyðingar í þeim tilfellum þar sem hjartsláttur greinist en alla jafna greinist hann í sex vikna gömlum fóstrum. Ef hún verður samþykkt yrðu þetta á meðal ströngustu laga um fóstureyðingar sem eru í gildi.      

Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, lagði fram frumvarpið nýverði. Áætlað er að þetta taki gildi 1. janúar næstkomandi en viðbúið er að erfitt verði að koma löggjöfinni í gegnum þingið.  

Áætlað er að sjónvarpsþáttagerð og kvikmyndatökur skili Georgíu árlega um 2,7 milljörðum dollara, samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjóranum.  

Vinsælar myndir á borð við,  Black Panther og The Hunger Games og sjónvarpsþættir Stranger Things og The Walking Dead voru teknir upp þar.  

Stjörnur á borð við Alyssa Milano, Amy Schumer, Christina Applegate, Alec Baldwin og Sean Penn skrifuðu undir áskorunina í mars. 

„Við viljum vera áfram í Georgíu,“ segir í bréfinu. „En við munum ekki gera það hljóðlaust. Við í okkar starfsstétt munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi kvenna í ríkinu,“ segir ennfremur. mbl.is
Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...