Sagður hafa verið uppljóstrari CIA

Kim Jong-nam var myrtur á flugvellinum í Kuala Lumpur.
Kim Jong-nam var myrtur á flugvellinum í Kuala Lumpur. AFP

Kim Jong-nam, hálfbróðir norðurkóreska leiðtogans Kims Jong-un, var uppljóstrari bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. The Wall Street Journal greinir frá þessu og hefur eftir nafnlausum heimildarmanni.

Að sögn blaðsins hitti Kim Jong-nam fulltrúa CIA í þó nokkur skipti.

Kim Jong-nam var myrtur á flugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu árið 2017. Hann var eitt sinn talinn líklegur til að taka við stjórn Norður-Kóreu.

Heimildarmaður The Wall Street Journal segir að tengsl hafi verið á milli Kim Jong-nam og CIA en blaðið greinir frá því að enn sé margt óljóst varðandi samstarf þeirra.

Önnur kvennanna sem var sökuð um morðið, Doan Thi Huong, ...
Önnur kvennanna sem var sökuð um morðið, Doan Thi Huong, er hún var látin laus úr haldi í síðasta mánuði. AFP

Að sögn heimildarmannsins ferðaðist Kim til Malasíu í febrúar 2017 til að hitta tengilið sinn hjá CIA en hugsanlegt er að það hafi ekki verið eini tilgangur ferðalagsins.

Tvær konur voru handteknar og ákærðar fyrir morðið á Kim Jong-nam. Þær sögðust hafa verið gabbaðar af Norður-Kóreumönnum til að fremja morðið. Sögðust þær hafa haldið að þær væru að taka þátt í hrekk vegna raunveruleikasjónvarps.

Ákærur gegn þeim voru síðar felldar niður og var fyrri konunni sleppt úr haldi í mars og þeirri síðari í maí.

Suðurkóresk stjórnvöld hafa sakað nágranna sína í norðri um að hafa fyrirskipað morðið.  

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...