Táragasi beitt gegn mótmælendum í Súdan

Fjöldamótmælin sem skipulögð voru í dag voru fyrstu stóru mótmælin …
Fjöldamótmælin sem skipulögð voru í dag voru fyrstu stóru mótmælin frá því að herinn lét til skar­ar skríða gegn mót­mæl­end­um í byrjun mánaðarins með þeim afleiðingum að þrjá­tíu hið minnsta létu lífið. AFP

Lögreglan í Súdan beitti táragasi til að tvístra mótmælendum sem krefjast þess að herinn láti af völdum og borgaraleg stjórn taki við. Bráðabirgðastjórn hers­ins hef­ur verið við völd frá því að Omar al-Bashir hrakt­ist frá völd­um í apríl.

Mót­mæli hafa staðið yfir víða í Súd­an und­an­farna mánuði en fjölmennustu mótmælin hafa farið fram í höfuðborginni Khartoum. 

Í dag kyrjuðu þúsundir mótmælenda „borgaraleg stjórn“ á meðan þeir örkuðu um götur borgarinnar. Lögreglan beitti táragasi þegar mannfjöldinn nálgaðist forsetahöllina og tvístruðust mótmælendurnir um hverfi borgarinnar. 

Í dag kyrjuðu þúsundir mótmælenda „borgaraleg stjórn“ á meðan þeir …
Í dag kyrjuðu þúsundir mótmælenda „borgaraleg stjórn“ á meðan þeir örkuðu um götur borgarinnar. AFP

Fjöldamótmælin sem skipulögð voru í dag voru fyrstu stóru mótmælin frá því að herinn lét til skar­ar skríða gegn mót­mæl­end­um í byrjun mánaðarins með þeim afleiðingum að þrjá­tíu hið minnsta létu lífið og hundruð mót­mæl­enda til viðbót­ar særðust í átök­um við her­inn.

Fyrir mótmælin varaði herstjórnin þá sem hugðust taka þátt í þeim að þeir yrðu látnir sæta ábyrgð ef kæmi til skemmdarverka og eyðileggingar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert