Áhrifavaldar flykkjast að eiturvatni

Síberískir samfélagsmiðlanotendur hafa notað vatnið sem bakgrunn á myndum sínum ...
Síberískir samfélagsmiðlanotendur hafa notað vatnið sem bakgrunn á myndum sínum og sumir hafa jafnvel farið ofan í vatnið, sem talið er hættulegt. Skjáskot af Instagram

Stöðuvatn í Síberíu, sem orðið er svo mengað af losun eiturefna að það er orðið heiðblátt að lit eins og sjórinn á paradísareyjum nærri miðbaugi jarðar, er orðinn áfangastaður fólks, sem leggur heilsu sína í hættu við það að ná hinni fullkomnu mynd fyrir Instagram.

Um er að ræða losunarstað orkuvers í borginni Novosibirsk, sem kallaður hefur verið „Maldíveyjar“ sökum litsins sem stöðuvatnið hefur tekið á sig. Vatnið er inni á athafnasvæði fyrirtækisins Siberian Generating Company og hefur fyrirtækið séð sig knúið til þess að vara fólk við því að fara ofan í vatnið, sem tekur á sig þennan bláa lit sökum þess að í því er mikið af óleskjuðu kalki.

Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi sett upp aðvörunarskilti, flykkjast ferðalangar þangað og láta fátt stoppa sig í að ná góðri mynd fyrir samfélagsmiðla, eins og sjá má á Instagram-aðganginum Maldives Novosibirsk, þar sem myndum sem fólk hefur tekið við vatnið hefur verið safnað saman.

View this post on Instagram

A post shared by САП - Твой новый отдых на воде (@sup_novosibirsk) on Jun 26, 2019 at 4:16pm PDT

„Útbrotin eru farin, en ég mæli ekki með því að smakka þetta vatn,“ segir Alexei Cherenkov, sem birti mynd af sér á vatninu þar sem hann sat á fljótandi einhyrningi og hlaut 400 „læk“ á Instagram fyrir.

„Ég fór þangað til að taka flotta mynd. Borgin okkar er grá og þetta er einn af fáum „fallegum“ stöðum sem við höfum aðgang að,“ sagði hann í samtali við AFP-fréttaveituna. Hann sagði jafnframt að engin öryggisgæsla væri á svæðinu og að margir borgarbúar í Novosibirsk legðu leið sína þangað um helgar.

Ljósmyndarinn Yekaterina Aksyutina fór að stöðuvatninu til þess að taka brúðkaupsmyndir af viðskiptavinum sínum.

„Þetta var stór dagur í þeirra sambandi og þau báðu um að myndirnar yrðu teknar þarna,“ en hún segir reyndar, í samtali við AFP, að ekkert þeirra hafi farið að synda eða snert vatnið, þar sem þau vissu að það gæti verið hættulegt.

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...