Twitter-skotin halda áfram

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram að gagnrýna demókrataþingmanninn Elijah Cummings á Twitter í dag eftir að hafa í gær kallað kjördæmi hans í Baltimore í Maryland „ógeðslegt og gróðarstíu fyrir rottur“.

Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir skrif sín og sakaður um kynþáttafordóma en meirihluti íbúa Baltimore eru svartir auk þess sem Cummings er dökkur á hörund.

Cumm­ings, sem er formaður eft­ir­lits­nefnd­ar full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, hef­ur áður sakað Trump um kynþátta­hat­ur og gagn­rýnt stefnu for­set­ans í inn­flytj­enda­mál­um.

„Það er ekkert að því að benda á þá augljósu staðreynd að þingmaðurinn Elijah Cummings hefur staðið sig mjög illa í starfi fyrir sitt kjördæmi og Baltimore,“ sagði Trump á Twitter í morgun.

Samkvæmt frétt AFP benti forsetinn ekki á nein gögn, máli sínu til stuðnings.

Elijah Cummings.
Elijah Cummings. AFP

Trump sakaði demókrata um að spila alltaf sama spilinu; saka forsetann um kynþáttafordóma þegar þeir sjálfir hefðu lítið gert fyrir þá sem eru dökkir á hörund í landinu.

Innan við tvær vikur eru síðan fulltrúadeild Bandaríkjaþings fordæmdi tíst Trump um fjór­ar þing­kon­ur af er­lend­um upp­runa.  

Í tíst­um sín­um seg­ir for­set­inn þing­kon­un­um fjór­um, Al­ex­andru Ocasio-Cortez, Ilh­an Omar, Rashidu Tlaib og Ay­anna Pressley, meðal ann­ars að fara aft­ur heim til sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert