Trump: Baltimore verra en landamærin

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó vera hrein, …
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó vera hrein, skilvirk og vel rekin. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti réðist á demókrataþingmanninn Elijah Cummings á Twitter í dag og sagði honum að þrífa sitt „viðbjóðslega rottu og nagdýraplagaða kjördæmi“ Baltimore í stað þess að gagnrýna starf starfsmanna bandaríska innflytjendaeftirlitsins við landamæri Mexíkó.

Cummings, sem er formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur sakað Trump um kynþáttahatur og gagnrýnt stefnu forsetans í innflytjendamálum.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, brást við fúkyrðaflaumi forsetans með því að kalla Cummings „baráttumann mannréttinda og efnahagslegs réttlætis. „Við höfnum öllum kynþáttaárásum gegn honum og styðjum styrka forystu hans,“ sagði Pelosi á Twitter.

Meirihluti þingnefndarinnar samþykkti á fimmtudag að heimila Cummings að gera Ivönku Trump, dóttur forsetans og eiginmanni hennar, Jared Kushner, að sæta vitnaleiðslum þingsins.

„Þingmaðurinn Elijah Cummings hefur verið hrottalegur níðingur sem öskrar og æpir á það frábæra fólk sem sinnir landamæravörslu á vegna aðstæðna við Suður-landamærin, þegar kjördæmi hans Baltimore er miklu verra og mun hættulegra,“ sagði Trump á Twitter.

„Landamærin eru hrein, skilvirk og vel rekin. Það er bara mikill mannfjöldi þar. Kjördæmi Cummings er viðurstyggilegt, rottu og nagdýra þvaga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert