Ráðleggur fólki að hægja sér sjaldnar

Bolsonaro við athöfn í höfuðborginni Brasilíu í sumar.
Bolsonaro við athöfn í höfuðborginni Brasilíu í sumar. AFP

Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, ráðleggur fólki að hafa hægðir aðeins annan hvern dag til að sporna við mengun og hlýnun jarðar.

Ummælin komu sem svar við spurningu blaðamanns í dag, sem snerist um hvernig hægt væri að halda áfram uppbyggingu landbúnaðar og vernda umhverfið á sama tíma.

Benti blaðamaðurinn á nýlegar skýrslur sem sýna að skógareyðing og landbúnaður eiga fjórðungshlut í gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftinu. Skógareyðing í Amazon-frumskóginum var nýlega sögð hafa aukist í valdatíð Bolsonaro en yfirmaður stofnunarinnar sem greindi frá því var látinn taka pokann sinn samkvæmt skipun forsetans.

„Það er nóg að borða aðeins minna,“ sagði hann svo í dag. „Þú talar um umhverfismengun. Það er nóg að kúka aðeins annan hvern dag. Það væri betra fyrir allan heiminn.“

BBC greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...