Gamlar myndir blekkja stjörnur

Margar þekktar manneskjur hafa gagnrýnt skógareldana í Amazon harðlega, þar á meðal Madonna, Cristiano Ronaldo, Leonardo DiCaprio og Emmanuel Macron. Þær hafa hins vegar ekki gert sér grein fyrir því að með færslum sínum á samfélagsmiðlum hafa þær birt myndir af brennandi eldum sem eru gamlar eða myndir sem eru teknar annars staðar í heiminum.

Samkvæmt opinberum gögnum voru skráðir tæplega 73 þúsund skógareldar í Brasilíu á fyrstu átta mánuðum ársins og hafa ekki verið jafn margir síðan árið 2013. Flestir þeirra eru í Amazon-regnskóginum.

Líkt og mbl.is greindi frá í morgun skrifaði forseti Frakklands, Emmanuel Macron, færslu á Twitter um að heimili okkar brenni. En myndin sem Macron notar með færslunni er ekki af skógareldum í ár. Fréttamenn AFP fóru á stúfana og fundu myndina. Hún er tekin af bandaríska ljósmyndaranum Loren McIntyre, sem er þekktur fyrir myndir sínar fyrir National Geographic. Þrátt fyrir að leitarvélar gefi ekki upp hvenær myndin er nákvæmlega tekin breytir það ekki því að McIntyre lést árið 2003 sem þýðir að myndin er að minnsta kosti 16 ára gömul.

Forseti Chile, Sebastian Pinera, birti á Twitter færslu með mynd sem tekin er af ljósmyndara Reuters, Nacho Doce, árið 2013.

Leikarinn Leonardo DiCaprio birti tvær myndir. Sú fyrri er sú sama og Macron birti en hin var tekin í borginni Puerto Maldonado í Perú árið 2016. Engir skógareldar loga í Perú um þessar mundir en yfirvöld þar fylgjast grannt með gangi mála enda loga eldar víða í nágrannaríkinu Bólivíu líkt og meðfylgjandi myndskeið AFP-fréttastofunnar sýnir.

View this post on Instagram

#Regram #RG @rainforestalliance: The lungs of the Earth are in flames. 🔥 The Brazilian Amazon—home to 1 million Indigenous people and 3 million species—has been burning for more than two weeks straight. There have been 74,000 fires in the Brazilian Amazon since the beginning of this year—a staggering 84% increase over the same period last year (National Institute for Space Research, Brazil). Scientists and conservationists attribute the accelerating deforestation to President Jair Bolsonaro, who issued an open invitation to loggers and farmers to clear the land after taking office in January.⁣ ⁣ The largest rainforest in the world is a critical piece of the global climate solution. Without the Amazon, we cannot keep the Earth’s warming in check. ⁣ ⁣ The Amazon needs more than our prayers. So what can YOU do?⁣ ⁣ ✔ As an emergency response, donate to frontline Amazon groups working to defend the forest. ⁣ ✔ Consider becoming a regular supporter of the Rainforest Alliance’s community forestry initiatives across the world’s most vulnerable tropical forests, including the Amazon; this approach is by far the most effective defense against deforestation and natural forest fires, but it requires deep, long-term collaboration between the communities and the public and private sectors. ✔ Stay on top of this story and keep sharing posts, tagging news agencies and influencers. ⁣ ✔ Be a conscious consumer, taking care to support companies committed to responsible supply chains.⁣ Eliminate or reduce consumption of beef; cattle ranching is one of the primary drivers of Amazon deforestation. ✔ When election time comes, VOTE for leaders who understand the urgency of our climate crisis and are willing to take bold action—including strong governance and forward-thinking policy.⁣ ⁣ #RainforestAlliance #SaveTheAmazon #PrayForAmazonia #AmazonRainforest #ActOnClimate #ForestsResist #ClimateCrisis 📸: @mohsinkazmitakespictures / Windy.com

A post shared by Leonardo DiCaprio (@leonardodicaprio) on Aug 22, 2019 at 7:12am PDT

Leikarinn og rapparinn Jaden Smith, sonur Will Smith, birti dramatíska mynd á Instagram sem sýnir mikið skóglendi logandi en myndin, sem hefur fengið yfir 1,5 milljónir like-a, er frá árinu 1989.

Argentínska leik- og söngkonan Martina Stoessel birti einnig gamla mynd á Twitter þar sem hún skrifaði „hveru sorglegt er að sjá þetta...“. Myndin er tekin af ljósmyndara Getty Images, Mario Toma, árið 2014.

Formúluökumaðurinn Lewis Hamilton og knattspyrnumaðurinn Dani Alves hafa einnig birt myndir sem McIntyre tók á sínum tíma og tennisleikarinn Novak Djokovic birti einnig myndina frá árinu 1989 sem Smith var með á Instagram.

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo birti varnaðarorð varðandi Amazon á Instagram en hann er með 180 milljónir fylgjenda. Þar greindi hann réttilega frá því að 20% súrefnis í heiminum verður til í Amazon en myndin sem fylgdi var tekin 29. mars árið 2013 af Lauro Alves í Rio Grande do Sul en ekki Amazon. Luis Suarez birti einnig gamla mynd en sú er frá árinu 2015 og er tekin af blaðamanninum Nacho Doce.

Söngvarinn Ricky Martin og Camila Cabello birtu einnig mynd McIntyre sem Macron, DiCaprio og Alves birtu á Twitter.

Madonna birti sömu mynd frá árinu 1989 og Smith og Djokovic á Instagram og skrifaði:  Bolsonaro forseti gerðu það breyttu um stefnu og komdu ekki aðeins þínu eigin landi til hjálpar heldur allri jörðinni. 

Sjá nánar hér

Gott yfirlit skógareldana 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert