„Heimili okkar brennur“

AFP

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, segir að skógareldarnir, sem aldrei hafa verið jafn tíðir, í Amazon-regnskóginum sé vandamál alls heimsins sem eigi að vera helsta umræðuefnið á leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims, G7. „Heimili okkar brennur,“ skrifar Macron í færslu á Twitter. 

Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, svaraði að bragði með því að saka Macron um að nota málefnið í pólitískum tilgangi. Hann segir að krafan um að ræða skógareldana á G7-fundinum, sem Brasilía tekur ekki þátt í, vera ákall fyrrverandi nýlenduherra.

AFP

Amazon, sem er stærsti regnskógur heims, er ómissandi fyrir kolefnishringrás heimsins sem hægir á hlýnun jarðar. 

Upplýsingar sem fengnar eru úr gervitunglamyndum Inpe (National Institute for Space Research) sýna að skógareldum hefur fjölgað um 85% í ár í Brasilíu. Langflestir þeirra brenna í Amazon-skóginum.

Ríkisstjórn Bolsonaro hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hlutdeild sína með því að hvetja bændur og skógarhöggsmenn til þess að ryðja meira land.

Bolsonaro segir hins vegar sjálfur að óopinber samtök hafi kveikt eldana en viðurkennir að hann hafi ekkert undir höndum sem styður þær fullyrðingar. Í gær sagði hann aftur að móti að hann vissi að bændur gætu átt hlut að máli. 

AFP
mbl.is