Þrír létust í kappsiglingu

Hraðbáturinn var á 148 km hraða á klukkustund þegar hann …
Hraðbáturinn var á 148 km hraða á klukkustund þegar hann lenti á varnargarði. Ljósmynd/Ítalska slökkviliðið

Þrír eru látnir og sá fjórði liggur á sjúkrahúsi eftir alvarlegt slys í kappsiglingu frá Monte Carlo í Mónakó til Feneyja á Ítalíu.

Hraðbáturinn var á 148 km hraða á klukkustund þegar hann lenti á manngerðum varnargarði skammt frá marki í Lido di Venezia og kollsteyptist með fyrrgreindum afleiðingum.

Meðal þeirra sem létust eru Fabio Buzzi, tífaldur heimsmeistari í kappsiglingu. Hann var 76 ára gamall og hafði stundað kappsiglingar lengur en í fjóra áratugi. Hinir sem létust voru hollenskur vélvirki og Ítalinn Luca Nicolini.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert