Johnson gefinn 12 daga skilafrestur

Johnson er harður á því að Bretar gangi úr sambandinu …
Johnson er harður á því að Bretar gangi úr sambandinu 31. október, með eða án samnings. AFP

Boris Johnson hefur 12 daga til þess að leggja fram nýja tillögu um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ef marka má Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands.

Rinne segir að hann og Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafi sammælst um að Bretar þyrftu að leggja fram skriflega tillögu fyrir lok septembermánaðar, annars væri úti um möguleika á nýjum samningi.

Samkvæmt heimildum BBC ætlar ríkisstjórnin að standa við skilafrestinn.

Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir enn möguleika á að skrifað verði undir samning um útgöngu Breta á leiðtogafundi Evrópusambandsins 17. október. Þá er hann harður á því að Bretar gangi úr sambandinu 31. október, með eða án samnings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert