Dóttir Nazanin Zaghari-Ratcliffe komin til Bretlands

Richard Ratcliffe, eiginmaður Nazanin Zaghari-Ratcliffe.
Richard Ratcliffe, eiginmaður Nazanin Zaghari-Ratcliffe. AFP

Fimm ára gömul dóttir bresk-íranskrar konu sem situr í írönsku fangelsi er komin til Bretlands. Móðir hennar, Nazanin Zaghari-Ratcliffe, hjálparstarfsmaður frá London, hefur verið í haldi í þrjú ár sökuð um að vera njósnari. Hún hefur alltaf neitað ásökunum en var dæmd í fimm ára fangelsi. Ratclif­fe var hand­tek­in árið 2016 þegar hún var stödd í höfuðborg Írans, Tehran. 

Dóttir hennar, Gabriella, bjó hjá móðurforeldrum sínum í Teheran en er nú komin heim til Bretlands þar sem faðir hennar, Richard Ratcliffe, býr. Í samtali við BBC í morgun segir hann að hún hafi komið seint í gærkvöldi og sé sofandi.

„Nú sefur hún friðsælum svefni við hliðina á mér og ég horfi bara á hana,“ segir Richard. Hann þakkar sendiráði Breta og íranska utanríkisráðuneytinu fyrir aðstoðina við að koma barninu heim.

Gabriella hefur heimsótt móður sína í hverri viku allt frá því hún var handtekin í apríl 2016. Fjölskylda Zaghari-Ratcliffe segir að hún hafi verið í Íran á sínum tíma til að kynna dóttur sína fyrir fjölskyldunni. 

Richard Ratcliffe segir að hann hafi vonað allt til síðustu stundar að eiginkona hans fengi að koma heim með Gabriella.

Nazanin Zaghari-Ratcliffe og Richard Ratcliffe. Myndin er tekin á gamlárskvöld …
Nazanin Zaghari-Ratcliffe og Richard Ratcliffe. Myndin er tekin á gamlárskvöld 2011. Wikipedia/MrZeroPage
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert