Munu mala höfuð Kúrda ef þeir hörfa ekki

RecepTayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
RecepTayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að Tyrkir muni mala hermenn Kúrda ef þeir dragi sig ekki til baka frá þeim svæðum Sýrlands sem Tyrkir vilja að verði gerð að öryggissvæðum. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi forsetans í dag.

Í vopnahléssamkomulagi Tyrka og Kúrda, sem undirritað var á fimmtudaginn og gildir fram á þriðjudag, kemur fram að Kúrdar þurfi að hörfa frá áformuðu öryggissvæði.

Bæði Tyrkir og Kúrdar hafa sakað hvorn annan um að brjóta vopnahléið.

Í sjónvarpsávarpinu sagði Erdogan að ef hermenn Kúrda myndu ekki draga sig til baka „munum við halda áfram þar sem frá var horfið og mala höfuð hryðjuverkamannanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert