Engin atkvæðagreiðsla um samninginn í dag

John Bercow þingforseti hafnaði beiðni bresku ríkisstjórnarinnar um að gengið …
John Bercow þingforseti hafnaði beiðni bresku ríkisstjórnarinnar um að gengið yrði til atkvæða um útgöngusamninginn í dag. AFP

Ekki verða greidd atkvæði um útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið í neðri deild breska þingsins í dag, eins og Boris Johnson forsætisráðherra hafði óskað eftir. John Bercow þingforseti hafnaði beiðninni, á þeim grundvelli að tillagan væri efnislega sú sama og frestað var í breska þinginu í laugardag.

Þingforsetinn sagði að rök ríkisstjórnarinnar, um að nú ætti að kjósa um samninginn þar sem upp væru komnar aðrar aðstæður — þar sem bréf hefði verið sent til Brussel með beiðni um frestun á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu — væru ekki sannfærandi.

Þingið kom saman á laugardaginn og þá var búist við því að atkvæði yrðu greidd um útgöngusamninginn. Hins vegar var fyrst samþykkt önnur tillaga, sem fól í sér að ekki yrðu greidd atkvæði um útgöngusamninginn fyrr en öll lagasetning sem væri nauðsynlegur grundvöllur samningsins hefði verið samþykkt.

mbl.is