Íslendingar barðir í Brighton

Brighton er borg á suðurströnd Bretlands.
Brighton er borg á suðurströnd Bretlands. Mynd/wikimedia

Tveir íslenskir ferðalangar voru fluttir á sjúkrahús í Brighton eftir að ráðist var á þá og óþekktu efni úðað yfir andlit þeirra. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardags í bresku borginni.

Fjallað er um málið í staðarmiðli í Brighton en Vísir greindi fyrst frá íslenskra miðla.

Tveir 17 ára unglingar voru handteknir grunaðir um árásina.

Samkvæmt vitnum réðst hópur dökkklæddra manna að Íslendingunum, barði og úðaði óþekktu efni á andlit þeirra.

Fórnarlömbin voru flutt á sjúkrahús með áverka og bólgur í andliti, þaðan sem þau eru útskrifuð.

Árásarmennirnir voru látnir lausir eftir yfirheyrslu en koma fyrir dómara í næsta mánuði. Lögreglan leitar að öðrum sem réðust á Íslendingana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina