„Sprengjan“ reyndist vera kynlífsleikfang

Uppákoman hafði ekki áhrif á tónleika sinfóníuhljómsveitarinnar.
Uppákoman hafði ekki áhrif á tónleika sinfóníuhljómsveitarinnar. Ljósmynd/Facebook

Grunsamlegur hlutur sem gerði starfsfólk tónleikahúss í Vín óttaslegið á dögunum reyndist vera saklaus eftir allt saman. 

Þegar skjalataska sem tónleikagestur geymdi í fatahengi tónleikahúss Vínarborgar (Wiener Konzerthaus) byrjaði að titra á meðan tónleikar Vínarsinfóníunnar stóðu leist starfsmanni í fatahengi ekki á blikuna og óskaði eftir aðstoð lögreglu. 

Sprengjusérfræðingur var auk þess kallaður út og beitti hann röntgentæki til að skanna skjalatöskuna. Þá kom hið rétta í ljós: „Sprengjan“ reyndist vera kynlífsleikfang. Uppákoman hafði ekki áhrif á tónleika sinfóníuhljómsveitarinnar. 

Skjalatöskunni var skilað til eiganda síns að tónleikunum loknum og sagði lögregla honum að njóta kvöldsins, að því er segir í tilkynningu lögreglu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert