Forsætisráðherra Finnlands segir af sér

Antti Rinne tilkynnir fjölmiðlum í dag um afsögn sína sem …
Antti Rinne tilkynnir fjölmiðlum í dag um afsögn sína sem forsætisráðherra Finnlands. AFP

Forsætisráðherra Finnlands, Antti Rinne, sagði af sér embætti í dag en einn af þeim fimm stjórnmálaflokkum sem aðild eiga að ríkisstjórn landsins, Miðflokkurinn, er með til skoðunar að hætta stuðningi við stjórnina.

Fram kemur í frétt AFP að láti Miðflokkurinn af stuðningi sínum við ríkisstjórnina kunni það að leiða til nýrra þingkosninga. Málið snýst um ásakanir forstjóra póstfyrirtækis Finnlands í garð Rinne um lygar í tengslum við umræður um umbætur á póstþjónustu í landinu.

Rinne er fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins en flokkurinn hyggst nú finna arftaka hans og reyna að mynda nýja ríkisstjórn. Rinne tók við embætti síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert