Leið yfir mann sem var hýddur opinberlega

Frá hýðingunni. Áhorfendur hvöttu grímuklædda manninn áfram.
Frá hýðingunni. Áhorfendur hvöttu grímuklædda manninn áfram. AFP

Karlmanni frá Indónesíu, sem féll í yfirlið þar sem hann var húðstrýktur opinberlega vegna þess að hann stundaði kynlíf fyrir hjónaband, var komið aftur til meðvitundar til að hægt væri að ljúka refsingunni. Síðan var farið með manninn með hraði á sjúkrahús.

Bar­smíðar eru al­geng refs­ing fyr­ir ým­iss kon­ar brot í Aceh-héraði á Súmötru. Má þar nefna fyr­ir veðmál, áfeng­is­drykkju eða sam­kyn­hneigð. Aceh er eina hérað Indó­nes­íu þar sem sa­ría-lög gilda. 

22 ára karlmaður var dæmdur til að fá hundrað högg. Hann grátbað grímuklæddan mann sem húðstrýkti hann að hætta áður en leið yfir hann.

Manninum var komið til meðvitundar og fékk hann stutta læknisaðstoð áður en höggin héldu áfram að dynja á honum. Síðar var hann fluttur með hraði á sjúkrahús.

Maðurinn var fundinn sekur um að stunda kynlíf með konu en refsing hennar voru einnig hundrað högg. 

Samkvæmt frétt AFP fylgdust um 500 manns með refsingunni og hvöttu grímuklædda manninn til að berja hinn seka af meiri krafti.

Mann­rétt­inda­sam­tök hafa harðlega gagn­rýnt op­in­ber­ar hýðing­ar og for­seti Indó­nes­íu, Joko Widodo, hef­ur óskað eft­ir því að þeim verði hætt. Íbú­ar Aceh styðja flest­ir slík­ar refs­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert